Loading

Bjórskóli Ölgerðarinnar útskrifar fleiri nemendur á hverju ári en Háskóli Íslands. Skólinn býður upp á 3 klukkustunda langt námskeið með 2 hléum þar sem nemendur eru fræddir um sögu bjórs, hráefnin, bruggferlið og ólíka bjórstíla.

Opin námskeið eru öll fimmtudagskvöld kl. 20 að undanskildu því fyrsta í hverjum mánuði en þá er framhaldsnámskeið Bjórskólans haldið. 

Hópar geta bókað sig alla daga vikunnar.

 

 

Smelltu hér til að
sjá stutta kynningarmynd
frá Bjórskólanum (60 sec.)

Spila

 

 

 

 

 

Skelltu þér á skólabekk!

Bjórskólinn er opinn öllum þeim sem hafa náð 20 ára aldri.
Við bjóðum einstaklinga jafnt sem minni hópa að hámarki 22 manns velkomna frá kl. 20 öll fimmtudagskvöld að undanskildu því fyrsta í hverjum mánuði en þá er framhaldsnámskeið Bjórskólans.


Einkakennsla öll önnur kvöld fyrir hópa að lágmarki 15 manns og að hámarki 22.

Skólagjöld nemenda eru 7.200 kr.

 • Upplýsingar um nemanda

 • Upplýsingar um greiðanda

 • Upplýsingar um námskeið

  Bjórskólinn
  20:00
  0 kr.

ATHUGIÐ!

Forföll skráðra nemenda ber að tilkynna fyrir kl.12 á settum skóladegi og þar með á nemandi inneign sem gildir í ár frá kaupum. Að öðrum kosti telst skráning nemenda gild og þar með fullnýtt. Ekki er mælst til að nýnemar stundi heimanám fyrir kennslustund. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar úr kennslu.

Öll verð eru með vsk.

Hópar í Bjórskólann

Átt þú 14 vini eða vinnufélaga?
Hópar geta bókað sig í Bjórskólann í einkakennslu öll kvöld vikunnar.

Lágmarksfjöldi sæta sem kaupa þarf er 15.
Hámark er 22.

Á föstudögum og laugardögum er hægt að bóka hópa klukkan 16 og klukkan 20.

Aðra daga vikunnar er hægt að hefja námskeiðin á öðrum tímasetningum.

Hafðu endilega samband og fáðu upplýsingar um lausar dagsetningar.

 

Myndasafn Bjórskólans

 

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar

Komdu í framhaldsnám!

Framhaldsnám Bjórskóla Ölgerðarinnar 203, er fyrir alla sem vilja kafa örlítið dýpra í bjórfræðin og ekki skemmir fyrir að hafa lokið Bjórskólanámskeiði skólans.

Lögð er áhersla á handverksbrugghús og þá fjölbreyttu flóru tegunda sem þeim fylgja, bæði erlendis og ekki síst hér heima á Íslandi. Framhaldsnámskeiðið er rúmar 2 klukkustundir og er hugarfóstur höfunda Bjórbókarinnar, Höskuldar Sæmundssonar og Stefáns Pálssonar.

Opin námskeið fyrsta fimmtudag í mánuði kl 20
Hópar geta bókað sig alla daga vikunnar

 

Skráning

Framhaldsnám Bjórskóla Ölgerðarinnar er opið öllum þeim sem náð hafa 20 ára aldri.
Opin námskeið fyrsta fimmtudag í mánuði kl 20 en hópar geta bókað einkakennslu alla daga vikunnar. 

Lágmarksfjöldi sæta sem kaupa þarf er 15.
Hámark er 22.

Skólagjöld í Framhaldsnám Bjórskólans er 7.900 kr.

 • Upplýsingar um nemanda

 • Upplýsingar um greiðanda

 • Upplýsingar um námskeið

  Framhaldsnám:
  07.11.2019

  Jólabjórnámskeið:
  14.11.2019 - 19.12.2019
  20:00
  0 kr.

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar